10 syndir Barney Franks

Barney Frank er einn þekktasti og valdamesti þingmaður demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Hann var fyrst kjörinn á þing árið 1980 en hann hafði áður verið þingmaður í fulltrúadeild Massachusetts-ríkis í átta ár. Í fyrstu kosningunum til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hlaut hann 52% en hann hefur síðan náð endurkjöri með yfirgnæfandi stuðningi. Barney er þingmaður 4. umdæmis í Massachusetts. Alls hefur Barney unnið 16 kosningar til fulltrúadeildarinnar.

Barney hefur alla tíð verið í hópi vinstrisinnuðustu þingmanna demókrata. Margir hægri menn hafa því haft á honum ímigust. Barney hefur í mörg ár setið í fjármálanefnd þingsins og var formaður hennar frá 2007 til 2011. Tengsl hans við Fannie Mae og Freddie Mac húsnæðislánasjóðina, hafa verið gagnrýnd harðlega og því verið haldið fram að hann beri mikla ábyrgð á fjármálakreppunni, en hann barðist mjög fyrir að alríkið niðurgreiddi íbúðaverð og tryggði aðgang að ódýru lánsfé til íbúðakaupa.

Barney Frank kom út úr skápnum árið 1987 og hefur alla tíð barist fyrir réttindum samkynhneigðra. Hann þykir einnig mjög frjálslyndur í öllum siðferðilegum málum, sem ekki hefur aflað honum vinsælda hjá hægri mönnum.

En nú hefur Barney Frank ákveðið að hætta, en þar spila inn breytingar á kjördæminu.

Sjá lista yfir 10 syndir á T24.is 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband