Varadekk vinstri stjórnar stofnar flokk

Guðmundur Steingrímsson alþingismaður segir í viðtali við Mbl.is að flokkurinn sem hann vinnur að því að stofna með Besta flokknum og fleirum verði með í næstu alþingiskosningum, hvenær sem þær verða. Haft er eftir Guðmundi að gríðarlegur áhugi sé á framboðinu.

uðmundur er bjartsýnn og í viðtali við Mbl.is segir hann:

 „Maður veit ekki alveg hvenær næstu kosningar verða en við göngum út frá því í okkar plönum að kosningar verði eins og stefnt er að árið 2013. Það er eitt og hálft ár í það og við lítum á það sem kost að hafa þá smá tíma til að vinna hlutina í ró og næði. En ef það breytist rjúkum við fram úr öllu og verðum með.“

Ekki þarf að fara mörgum orðum um að hagsmunir Guðmundar Steingrímssonar liggja í því að ríkisstjórnin lifi til loka kjörtímabilsins. Hann telur það vera „kost“. Einmitt þess vegna líta Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon á Guðmund sem varadekk undir vagn hinnar sundurþykku ríkisstjórnar. Hvort það telst gott veganesti við stofnun nýrra stjórnmálasamtaka, að vera „varadekk“ vinstri stjórnarinnar, er annað mál.

Sjá T24


mbl.is Gríðarlegur áhugi á framboðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband