Kominn tími á náðarstunguna

Gísli Baldvinsson er dyggur stuðningsmaður Samfylkingarinnar og hefur oft gripið til varna fyrir ríkisstjórnina. En nú hefur hann fengið sig fullsadda. Í pistli á Eyjunni segir Gísli að ríkisstjórnin hafi þraukað eins og tarfur í nautaati en nú sé kominn tími á náðarstunguna.

Gísli rökstyður þessa niðurstöðu:

"x Innanríkisráðherra hefur ekkert samráð við þá ráðherra sem lagt var til á ríkisstjórnarfundi.
x Vantraust á sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra samþykkt í ríkisstjórn með því að taka af honum stórmál í hans ráðuneyti.
x Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra birtir drög sín á vefsíðu ráðuneytisins í blóra og óþökk samstarfsflokksins.
x Nokkrir þingmenn ásamt ráðherra Vg ætla á morgun að leggja fram óásættanlegt frumvarp um sölu fasteigna.
x Fyrirsjáanlegar eru deilur um einstök atriði fjárlaga – enda fjármálaráðherra lagt fram hugmyndir sem eru SF óásættanlegar."

Gísli segist geta talið upp fleiri atriði, en kýs að gera ekki. En hann geti "ekki annað en horft á ríkisstjórnina hrynja ásamt fylginu" enda eigi hann ekki sæti í flokksstofnunum Samfylkingarinnar:

"En sem almennur félagmaður er ég búinn að fá nóg."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband