Aumingja Jóhanna!
Laugardagur, 26. nóvember 2011
Styrmir Gunnarsson bendir á að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sé í raun áhrifalaus og ekki er laust við að hann vorkenni ráðherranum.
Í Pottinum á Evrópuvaktinni vekur Styrmir athygli á því að Jóhanna geti ekkert gert. Hún sé sáróánægð með ákvörðun Ögmundar Jónassonar um að neita kínverskum fjárfesti að kaupa Grímstaði á Fjöllum:
"Svo gerist ekkert. Jóhanna getur ekkert gert. Hún getur ekki rekið Ögmund. Hún getur ekki ávítt hann. Hún er áhrifalaus.Hvernig má það vera, að forsætisráðherrann sé svona áhrifalaus með öllu?
Það er einföld skýring á því.
Fari hún að birsta sig við Ögmund og hóta honum öllu illu er ríkisstjórn hennar fallin. Hún hefur bara eitt atkvæði að byggja á.
Hún getur rekið hornin í Ögmund Jónasson eða Jón Bjarnason en ekkert meir.
Aumingja Jóhanna."Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook