Falin frétt í ekki-frétt

Það er eitthvað sérkennilegt við að það sé talið frétt að fyrirtæki, sem ekki getur staðið við veita þjónustu sem greitt hefur verið fyrir, skuli ætla sér að endurgreiða viðskiptavinum sínum.

Það er gömul regla í blaðamennsku að það sé engin frétt að hundur bíti mann en ef maður bítur hund sé það frétt. Með sama hætti er það ekki frétt að Iceland Express ætli sér að endurgreiða farþegum sem greitt hafa fyrir ferð sem aldrei verður farin. En auðvitað hefði það verið frétt ef fyrirtækið ætlaði sér ekki að standa skil gagnvart viðskiptavinum sínum.

Ákvörðun Iceland Express að fella niður flug til New York er skiljanleg þegar orð Heimis Más Péturssonar upplýsingafulltrúa fyrirtækisins, eru höfð í huga. Eftirspurning var ekki nægjanleg, miðar of ódýrir og tap á hverri einustu ferð til New York.

Það er auðvitað frétt að Iceland Express hafi tapað á hverri einustu ferð, en sú frétt er falin í ekki-frétt um endurgreiðslu.


mbl.is Býðst til að endurgreiða farþegum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband