Framsóknarmenn skrapa upp atkvæði

Framsóknarmenn eru farnir að búa sig undir alþingiskosningar. Þeir ætla sér að "skrapa" upp atkvæði. Ég hef oft heyrt og séð boð frá stjórnmálaflokkum þar sem flokksmenn eru hvattir til að fiska eða veiða atkvæði og tryggja að "okkar" fólk mæti á kjörstað. En áminning Framsóknarflokksins um að nú skuli "skrapa" atkvæði er nýtt.

Á heimasíðu Framsóknarflokksins er frétt undir fyrirsögninni: Verum viðbúin kosningum á næsta ári. Þar er vitnað til gildandi laga um kosningar og síðan segir:

"Allir Framsóknarmenn og aðrir andstæðingar núverandi stjórnarstefnu eru eindregið hvattir til að vera viðbúnir kosningum á næsta ári og skrapa upp öll þau atkvæði sem vilja sjá betra Ísland á grunni samvinnu og jafnaðar."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband