Þorgerður Katrín verði fyrsti flutningsmaður
Þriðjudagur, 22. nóvember 2011
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins fengu mikið og gott veganesti á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Flokksmenn um allt land munu fylgjast áhugasamir með þegar þingmennirnir koma stefnumálum flokksins á framfæri á Alþingi allt frá róttækum tillögum um lausn á vanda heimilanna til niðurfellingar á nefskatti Ríkisútvarpsins, frá lækkun skatta til utanríkismála.
Það er ekki aðeins eðlilegt heldur nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggi á næstu dögum fram þingsályktunartillögu þar sem utanríkisráðherra er falið að gera hlé á viðræðum við Evrópusambandið. Eðlilegt er að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem hefur verið hliðhollt Evrópusambandinu, sé fyrsti flutningsmaður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook