Depurð brostinna vona
Þriðjudagur, 22. nóvember 2011
Hinir sanntrúuðu Evrópusambandssinnar í Samfylkingunni urðu fyrir miklum vonbrigðum með landsfund Sjálfstæðisflokksins. Vonir þeirra að sjálfstæðismenn færu af fundi klofnir rættust ekki. Lítill minnihluti sjálfstæðismanna hefur áhuga á aðild ESB en þeir hafa misst alla trú á að þær viðræður sem standa yfir undir forystu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, skili landi og þjóð nokkru. Til þess skorti pólitíska forystu.
Í depurð brostinna vona skrifar Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar meðal annars á vefsíðu sína:
"Sjálfstæðismenn koma giska stefnulausir í Evrópumálum af landsfundi helgarinnar. Þeir vilja hvorki slíta viðræðum, né halda þeim áfram. Hvorki ganga aftur, né fram. Og líkar best að tvístíga."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook