Um 59 þúsund fjölskyldur með skuldir umfram eignir

Árið 2008 voru liðlega 25 þúsund fjölskyldur með neikvætt eigið fé – skuldir voru hærri en eignir. Árið 2011 voru 59 þúsund fjölskyldur með skuldir umfram eignir. Fjölskyldum með neikvæða stöðu fjölgaði því um nær 34 þúsund á fjórum árum. Á sama tíma fækkaði fjölskyldum sem áttu eignir umfram skuldir um 10 þúsund.

Menn geta deilt um það hvort og þá hversu mikið svigrúm er fyrir hendi til að lækka skuldir heimilanna. En það þarf ekki mikinn skilning á hagfræði að átta sig á því að til framtíðar felst lausnin fyrst og fremst í því að auka atvinnu og kaupmátt. Án þess er hætta á að allar aðgerðir í skuldamálum verði marklausar og til lítils þegar til lengri tíma er litið. 

Sjá T24


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband