Sjálfstæðisflokkurinn þarf að huga að framboðsmálum
Fimmtudagur, 27. október 2011
Sjálfstæðismenn verða að huga að skipan framboðslista fyrir kosningar sem verða líklega ekki fyrr en vorið 2013 - því miður. Nú eru 16 í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en búast má við að þingmönnum fjölgi töluvert. Að öðru óbreyttu má reikna með að þingmennirnir verði a.m.k. 24 eftir kosningar. Án þess að ég viti um það er ekki ólíklegt að 1-2 þingmenn muni draga sig í hlé og spurning hvort þeir sem sækjast eftir endurkjöri nái allir þeim árangri sem að er stefnt í prófkjörum. Það má með öðrum orðum búast við því að 10 eða fleiri nýir þingmenn setjist á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar. Sjálfstæðismenn hafa því mikil tækifæri til að breikka þingflokkinn verulega.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook