Það gengur aldrei að ráða framsóknarmann
Þriðjudagur, 18. október 2011
Fréttaflutningur ríkisins síðastliðinn sunnudag er enn ein rósin í hnappagat Óðins Jónssonar, fréttastjóra. Hann stendur vaktina af dyggð þegar kemur að framsóknarmönnum, sem eiga ekkert gott skilið. Þá skiptir engu þó allar reglur frétta- og blaðamennsku séu brotnar málstaðurinn verður að ráða för. Sé einhver sem efast er rétt að sá hinn sami horfi á frétta Ríkissjónvarpsins.
Hægt en örugglega er fréttastofa ríkisins að grafa undan Ríkisútvarpinu og ógilda flest rök fyrir því að ríkið standi í rekstri fjölmiðla, með nauðungaráskrift. Margir fagna en aðrir horfa á með hryllingi.
En eitt er víst: Það gengur aldrei að ráða framsóknarmann til starfa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook