Dómstólar undir hæl fjölmiðla
Mánudagur, 10. október 2011
Í bókinni, Síðasta vörnin, er því haldið fram að dómstólar hafi, með framgöngu sinni í Baugsmálinu svokallaða, rutt braut viðskiptahátta sem reistu á öðru en heilbrigði auðveldað aðilum í viðskiptalífinu að stunda viðskiptahætti sem Íslendingar hafa fengið að súpa seyðið af. Lítið hefur farið fyrir gagnrýni á dómstóla vegna þessa þó að meðal starfandi lögmanna sé þetta viðhorf útbreitt.
Í Síðustu vörninni er því haldið fram að fjölmiðlar í eigu helstu eigenda Baugs og náinna samverkamanna hafi reynt að mynda andrúmsloft til að þvinga dómstóla til að komast að niðurstöðu sem í anda hins tilbúna almenningsálits, óháð hinum texta laganna. En það er langt í frá að vera eina dæmið um að fjölmiðlar hafi reynt að hafa áhrif á dómstóla. Morgunblaðið gekk ótrúlega langt þegar blaðið birti myndir af dómurum Hæstaréttar á forsíðu eftir að dómurinn hafði komist að niðurstöðu sem var blaðinu ekki að skapi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:15 | Facebook