Guði sé lof fyrir kapítalistana
Fimmtudagur, 29. september 2011
Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður gefur lítið fyrir viðbrögð Jóhönnu Sigurðardóttur og Katrínar Júlíusdóttur á gagnrýni Samtaka atvinnulífsins [SA] á störf ríkisstjórnarinnar. Þær stöllur hafi svarað gagnrýninni af miklum þótta og sakað SA um að ganga veg stjórnarandstöðunnar.
Kolbrún bendir Jóhönnu og Katrínu á að horfa yfir ríkisstjórnarborðið á Ögmund Jónasson og Jón Bjarnason, sem sýni "gríðarlegan persónulegan metnað í því að stöðva nær allar uppbyggilegar hugmyndir sem fram koma um eflingu atvinnulífs og innlendar og erlendar fjárfestingar".
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook