Hætt að sjónvarpa frá Alþingi
Föstudagur, 16. september 2011
Á síðustu dögum hafa a.m.k. þrír málsmetandi einstaklingar skrifað um Alþingi og virðingu þess. Styrmir Gunnarsson telur nauðsynlegt að senda þingmenn á námskeið í mannasiðum. Tryggvi Gíslason, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri, gagnrýnir skítlegt eðli íslenskra stjórnmála og Hallgrímur Sveinsson bókaútgefandi hefur áhyggjur af litlu trausti þjóðarinnar á Alþingi.
Í bréfi til Morgunblaðsins segir Hallgrímur að sennilega sé "fátt meira áríðandi á Íslandi þessa dagana en Alþingi Íslendinga álykti að láta hætta beinum sjónvarpsútsendingum frá þingfundum".
![]() |
Þetta er algjörlega óþolandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook