Flokkseigendafélag VG í hernaði gegn Agnesi
Mánudagur, 12. september 2011
Stuðningsmenn Steingríms J. Sigfússonar hafa fylgt þeirri reglu að best sé að kasta rýrð á sendiboðann - skjótann hann ef hægt er. Agnes Bragadóttir fer greinilega illa í Steingríms-arminn og því er reynt að gera það að aðalmáli að hún hafi skrifað fréttaskýringar Morgunblaðsins. "Þótt Agnes hnerri er ekki ástæða til þess að þingheimur allur leggist í pest," sagði Álfheiður Ingadóttir á Alþingi í liðinni viku. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sagðist ekki hafa tíma til þess að lesa Moggann. Flokkseigendafélagið er komið í baráttu við Agnesi Bragadóttur á sama tíma og almennir flokksmenn VG vilja fá skýr svör frá Steingrími J. Sigfússyni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook