Spunakarlar hálfsannleika og ósanninda
Föstudagur, 2. september 2011
Eitt skýrasta merki þess að menn séu komnir í rökþrot og ógöngur, er þegar gripið er til hálfsannleika og hreinna ósanninda. Spunakarlar hafa lengi trúað því að sé nægilega lengi hamrað á einhverju fari almenningur, - hægt og bítandi - að trúa ósannindavaðlinum.
Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðið í vanlíðan sinni að skipa sér í flokk spunakarla sem vinna eftir þeirri meginreglu að hafa skuli það sem betur hljómar. Í annað skipti á tæpum tveimur vikum hefur Magnús Orri ákveðið að fara á ritvöllinn með staðlausa stafi fyrst 22. ágúst í Fréttablaðinu og síðan 2. september í Morgunblaðinu.
Sjá T24Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook