Tapið á Sjóvá 4,3 milljarðar
Þriðjudagur, 30. ágúst 2011
Ekki verður annað séð en að Seðlabanki Íslands sé kominn í talnaleiki. Tilgangurinn getur aðeins verið sá einn að blekkja almenning og gera sem minnst úr stórkostlegu tapi á Sjóvá.
Talnaleikur Seðlabankans er ótrúlegur. Til að rugla almenning er heildarvirði tryggingafélagsins framreiknað miðað við kaupréttargengi á 21% sem ESÍ á enn og er hærra en kaupgengi þeirra hlutabréfa sem þegar hafa verið seld. Verði kaupréttur nýttur er heildarvirði Sjóvár 11,8 milljarðar. Gefið er til kynna að tap bankans á Sjóvá-sölunni sé 1,6 milljarðar króna, (þ.e. 11,6 10). Staðreyndin er auðvitað allt önnur. Tapið er a.m.k. 4,3 milljarðar króna.
Sjóvá verðlögð á rúmlega 10 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook