Ögmundur ræðst á AGS
Þriðjudagur, 30. ágúst 2011
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fer hörðum orðum um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn [AGS] í pistli á vefsíðu sinni. Hann segir að AGS og fulltrúar hans hafi fyrst og fremst verið að "passa upp á hagsmuni alþjóðafjármálakerfisins og innræta tilhlýðilega virðingu fyrir því í gjörðum íslenskra stjórnvalda". Ráðherrann fagnar brotthvarfi sjóðsins og segist vona að arfleifð hans festist ekki í sálarlífi þjóðarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook