Magnúsi Orra líður illa
Þriðjudagur, 23. ágúst 2011
Magnúsi Orra Schram, þingmanni Samfylkingarinnar, líður illa. Eftir því sem mánuðirnir verða fleiri eykst vanlíðan þeirra þingmanna Samfylkingarinnar sem eru í hjarta sínu á móti samsteypustjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar. Hvernig má annað vera? Enginn sem skilur nauðsyn þess að efla einkaframtakið, takmarka skattheimtu og ganga hreint til verks, getur í hjarta sínu stutt ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna.
Vandi Magnúsar Orra er hins vegar sá að hann hefur ekki pólitískan kjark til að segja hingað og ekki lengra. Hann er í góðum hópi þingmanna Samfylkingarinnar sem helst vilja vera í stjórnarandstöðu, en þora ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook