Í ellefu ár hefur Jóhanna lítið gert
Fimmtudagur, 18. ágúst 2011

Jóhanna Sigurðardóttir birti grein í Morgunblaðinu um verðtryggingu 2. nóvember 1996. Greinin sem bar yfirskriftina; Ísland eina landið í heiminum sem verðtryggir skuldir heimilanna, hófst á eftirfarandi orðum:
Ríkisstjórnin telur að sívaxandi skuldir heimilanna séu merki um að heimilin eyði um efni fram. Ríkisstjórnin talar minna um að heimilin í landinu eru oft neydd til að taka lán til að eiga til hnífs og skeiðar frá degi til dags og fyrir gluggaumslögunum frá lánastofnunum vegna skulda sem sífellt vefja upp á sig. Ríkisstjórnin talar heldur ekki um hvernig verndarstefnan og ofurtollar í landbúnaði, sem heimilin eiga enga sök á, hafa aukið skuldir heimilanna.
Þessi 15 ára gamla lýsing Jóhönnu gæti alveg eins lýst ástandinu í dag, - hálfu þriðja ári eftir að hún tók við stjórnartaumunum sem forsætisráðherra. Jóhanna hefur verið ráðherra í ellefu ár frá árinu 1987, sem félagsmálaráðherra og nú síðustu ár sem forsætisráðherra. Verðtryggingin er enn til staðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:50 | Facebook