Már á að víkja - Seðlabankinn segir skilið við raunveruleikann
Miðvikudagur, 17. ágúst 2011
Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur endanlega sagt skilið við raunveruleikann. Ákvörðun um að hækka vexti er galin og röksemdir bankans fyrir hækkun benda til þess að þar á bæ skilja menn ekki þau vandamál sem við er að glíma í íslensku efnahagslífi. Hugmyndin um að Seðlabankinn geti unnið gegn kostnaðarverðbólgu með hækkun vaxta er til marks um það að Már Guðmundsson seðlabankastjóri ræður ekki við verkefnið. Í öllum eðlilegum einkafyrirtækjum er ljóst hvað myndi gerast þegar svo er komið: Annað hvort áttar viðkomandi sig á því að hann hefur tekið að sér starf sem hann ræður ekki við og segir upp störfum eða að eigendur segja honum upp - reka hann fyrir vanhæfni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:57 | Facebook