Jóhanna svíkur Björk
Þriðjudagur, 25. janúar 2011
Björk Guðmundsdóttir gekk á fund Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og afhenti henni undirskriftir 48 þúsund Íslendinga sem skoruðu á stjórnvöld að koma í veg fyrir sölu á HS Orku og á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á auðlindum og nýtingu þeirra. Mikill var fögnuðurinn og það var sungið. Þetta var 17. janúar síðastliðinn.
Jóhanna var kát og sagði áskorunina í miklu samræmi við stefnu stjórnvalda. Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon héldu síðan fund með Björk og félögum hennar sem stóðu að undirskriftarsöfnuninni. Sá fundur blés Björk greinilega von í brjóst því nokkrum dögum síðar fullyrti söngkonan í viðtali við kanadíska dagblaðið National Post að íslensk stjórnvöld ætli sér að endurheimta fyrirtækið HS Orku frá Magma Energy. Frá þessu greindi Eyjan og þar var haft eftir Björk:
"Þau [ríkisstjórnin] sögðu okkur að þau vilji fella samninginn úr gildi og tryggja að íslensk orkufyrirtæki og íslenskar orkuauðlindir verði í almannaeigu. Þeim er alvara."
Samkvæmt frásögn Eyjunnar fullyrti Björk að einungis sé verið að ákveða með hvaða leiðum verði staðið að því að fella samninginn úr gildi.
Nú átta dögum eftir sönginn við Stjórnarráðið hefur komið í ljós að Jóhanna Sigurðardóttir hafði Björk að fífli. Hún meinti ekkert með orðum sínum. Björk Guðmundsdóttir hefur kynnst forsætisráðherra.
Semja um styttri nýtingarrétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:26 | Facebook