Lilja staðfestir hótanir vegna formennsku í viðskiptanefnd

Lilja Mósesdóttir staðfestir á fésbókarsíðu sinni að henni hafi verið hótað að taka af henni formennsku í viðskiptanefnd Alþingis. Lilja skrifar eftirfarandi færslu:

"Margir velta því fyrir sér hvað ég hafi átt við með skoðanakúgun í síðustu færslu minni. Að mínu mati er það skoðanakúgun að hóta og þrýsta markvisst á að einstaklingur sé rekinn úr embætti formanns viðskiptanefndar vegna þess að viðkomandi spilar ekki í einu og öllu með meirihlutaliðinu. Engin mál hafa hingað til komið upp í viðskiptanefnd sem gefa tilefni til breytinga."

 Eins og bent var á hér í gær segir Lilja að skoðanakúgun leiði til hruns samfélagsins og að hótanir "um að sumir séu ekki í liðinu og eigi að víkja úr stjórnarliðinu og þingnefndum" sé merki um skoðanakúgun.

Varla getur Lilja setið lengur undir hótunum af þessu tagi. Það er sama hvað má segja um Lilju þá verður hún seint sökuð um pólitískt geðleysi.


mbl.is Agasvipum flokksins beitt af hörku gegn órólegu deildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband