Ţađ er rétt hjá Jóhönnu ađ stađreyndir tala sínu máli
Föstudagur, 7. janúar 2011
Jóhanna Sigurđardóttir heldur ţví fram, međ réttu, ađ fagleg og trúverđug umgjörđ um ráđningar skapi traust á stjórnsýslunni. Í grein í Fréttablađinu í dag (7. janúar) hćlir hún sér af breyttum vinnubrögđum og hafnar allri gagnrýni á pólitískar ráđningar.
Jóhanna skrifar:
"Frá ţví ađ ég tók viđ sem forsćtisráđherra hef ég lagt mikla áherslu á umbćtur í stjórnsýslu og eru ráđningar starfsmanna ţar stór ţáttur. Stađreyndirnar tala sínu máli. Frá ţví ađ ríkisstjórnir mínar tóku viđ hefur veriđ skipađ í fjölmargar stöđur innan stjórnkerfisins og af ţeim ráđningum má ljóst vera ađ margt hefur fćrst til betri vegar. Skipađ hefur veriđ í fjórar stöđur ráđuneytisstjóra ţ.e. í mennta- og menningarmálaráđuneyti, innanríkisráđuneyti, velferđarráđuneyti og efnahags- og viđskiptaráđuneyti. Stöđurnar voru allar auglýstar og í öllum tilvikum sá hćfnismatsnefnd um ađ meta hćfi umsćkjenda og taka viđ ţá viđtöl áđur en ráđherra tók ákvörđun. Engin ţessara skipana hefur veriđ talin pólitísk, samkvćmt skilgreiningunni hér ađ ofan."
Ţađ er rétt hjá Jóhönnu ađ stađreyndir tala sínu máli. Salvör Nordal, forstöđumađur Siđfrćđistofnunar Háskóla Íslands, heldur ţví fram ađ pólitískum ráđningum hafi ekki fćkkađ í stjórnsýslunni eftir ađ skýrsla Rannsóknarnefndar Alţingis kom út. Salvör er einn höfunda siđfrćđikaflans í rannsóknarskýrslunni. Jóhanna hafnar ţessari gagnrýni enda er hún búinn ađ gleyma hvernig ćtlunin var ađ tryggja samherja hennar embćtti umbođsmanns skuldara. Jóhanna vill heldur ekki rifja upp hvernig Árni Páll barđist gegn stjórn Íbúđalánasjóđs viđ ráđningu á framkvćmdastjóra. Ţannig hrannast dćmin upp og stađreyndir tala sínu máli.
Í skriflegu svari forsćtisráđherra viđ fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar, varaformanns Framsóknarflokksins, kom fram ađ yfir ţrjátíu starfsmenn hefđu veriđ ráđnir í ráđuneytin án auglýsingar frá nóvember 2009 til nóvember á liđnu ári.
Í umrćđum á Alţingi í nóvember 2009 kom fram mikil gagnrýni á ráđningar hins opinbera. Ţá var upplýst ađ 42 starfsmenn hefđu veriđ ráđnir án auglýsingar til starfa í ráđuneytunum frá ársbyrjun, en Jóhanna tók viđ starfi forsćtisráđherra 1. febrúar ţađ ár.
Ţannig hafa tugir veriđ ráđnir án auglýsinga í ráđuneyti í tíđ Jóhönnu Sigurđardóttur. Stađreyndirnar tala sínu máli, líkt og Jóhanna segir sjálf. Vandinn er sá ađ hún neitar ađ horfast í augu viđ stađreyndir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook