Þetta er allt gnarrað
Föstudagur, 7. janúar 2011
Gnarrað, er nýyrði sem rutt hefur sér til rúms í pólitískri umræðu. Þá er átt við eitthvað sem er vitlaust, galið, della, fásinna, fjarstæða, óvit, bull, endaleysa, fáviskuhjal, firra, grautargerð, kjaftæði, markleysa, óráðshjal, rugl, rökleysa, grín, háð og þvaður.
Vit er andheitið.
Staksteinar Morgunblaðsins nota nýyrðið og segja að borgarstjórinn geri gnarr að borgarbúum um leið og skattar og gjöld eru hækkuð jafnt og þétt. Nýjasta gnarrið er sagt vera breytingar á sorphirðu:
"Hann [borgarstjórinn] byrjar á að tilkynna að sorp verði ekki framar sótt einu sinni í viku heldur á 10 daga fresti. Og svo bætir hann um betur og breytir reglunum í miðju spili. Hann ætlar að hætta að láta sækja sorptunnur ef lengra en 15 metrar er í þær frá sorpbílnum."
Jón Baldur L'Orange heldur því fram að margir hristi hausinn þessa dagana. Þar bendir hann á að hugmyndir um vegtolla séu galnar og að hugmyndir meirihluta borgarstjórnar um skrefagjald starfsmanna við sorphirðu séu gnarraðar.Ætli næst verði ekki talað um gnörrun íslenskra stjórnmála.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:24 | Facebook