Þversagnakenndur fjármálaráðherra
Miðvikudagur, 5. janúar 2011
Ef allt væri með felldu myndi fjármálaráðherrann Steingrímur J. Sigfússon segja við Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstri grænna: Skilurðu núna samhengið á milli skatta og efnahagslegra athafna. Því lægri skattar því meiri umsvif, því hærri skattar því minni umsvif. Þess vegna eigum við að lækka skatta og örva efnahagslífið, koma hjólunum af stað, styrkja þannig skattkerfið og afla ríkissjóði stóraukinna tekna.
Skattalækkun eykur umsvif | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook