Auðvitað gilda engin lögmál hér á landi
Þriðjudagur, 4. janúar 2011
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra telur að allt önnur lögmál gildi hér á landi en í öllum öðrum löndum heims. Þannig sé Ísland eyland.
Eftir því sem ríkið fer dýpra í vasa skattgreiðenda því meiri peningum verja þeir í neyslu. Samkvæmt þessu lögmáli fjármálaráðherra ætti hann að hækka skatta hressilega til að koma einkaneyslu af stað - gefa henni vítamínssprautu. Því hærri skattar því meiri einkaneysla, samkvæmt röksemdum fjármálaráðherra.
Þetta minnir dálítið á þegar Steingrímur Hermannsson hélt því fram að almenn lögmál efnahagslífsins giltu ekki hér á landi. Þetta var á þeim árum þegar óðaverðbólga ríkti hér á landi og við buðum Grænhöfðaeyjum sérstaka ráðgjöf í efnahagsmálum.
Þá var spurt og nú er spurt: Er annað þyngdarlögmál á Íslandi en í öðrum löndum?
Óverulegar skattahækkanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook