Órólega deildin í Framsókn

Því miður er staðan þannig að þingflokkur Framsóknarflokksins gengur ekki í takt. Færa má rök fyrir því að líkt og innan þingflokks Vinstri grænna, sé óróleg deild í þingliði Framsóknar. Siv Friðleifsdóttir tilheyrir hinum órólegu sem hafa aldrei sætt sig við Sigmund Davíð sem formann.

Með yfirlýsingu sinni á Rás 2 gengur Siv hart fram gegn formanninum en í áramótagrein í Morgunblaðinu sagði Sigmundur Davíð meðal annars:

"Augljóst er að hin stóru vandamál sem við blasa verða ekki leyst nema með traustri landsstjórn og góðri samstöðu um meginverkefnin. Hvorugt er til staðar.

Daglega berast fréttir af deilum stjórnarliða og efasemdir heyrast frá þeim sjálfum um hvort ríkisstjórnin hafa í raun meirihlutastuðning. Ringulreið og lausatök við stjórn landsins skapa óvissu og óöryggi innanlands og álitsbrest erlendis. Við þetta ástand er ekki hægt að búa.

Margt gott er að finna í öllum flokkum m.a. þeim flokkum sem mynda núverandi ríkisstjórn. Það þarf bara að skapa þær aðstæður sem laða fram það besta í öllum. Því legg ég til við forystumenn annarra flokka að við hittumst hið bráðasta og freistum þess að ná saman um meginverkefni og myndum nýja ríkisstjórn um tiltekin verkefni til ákveðins tíma en boðum til kosninga að þeim tíma liðnum.

Hef ég þar helst í huga þjóðstjórn, þó ég útloki ekki aðra möguleika fyrirfram."

Það hefur lengi legið ljóst fyrir að samstaða er lítil innan þingflokks Framsóknarflokksins, sem kann að skýra það af hverju fylgi flokksins hefur ekki aukist, þrátt fyrir góðan málflutning formannsins. Siv metur stöðuna þannig í upphafi ársins, að nú sé tækifæri til að ganga gegn formanninum opinberlega. Staðreyndin er sú að Siv og Guðmundur Steingrímsson eiga mun meiri samleið með Samfylkingunni en öðrum framsóknarmönnum.


mbl.is Ekki hrifin af þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband