Davíð: Stjórnarkreppa hefði verið betri
Fimmtudagur, 30. desember 2010
Davíð Oddsson segir að stjórnarkreppa hefði reynt Íslendingum betri en ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Efnahagsástandið væri miklu betra hér á landi.
Í ítarlegu viðtali við Gísla Frey Valdórsson í veglegu áramótablaði Viðskiptablaðsins gefur Davíð sitjandi ríkisstjórn ekki háa einkunn. Hann telur hana verri en enga:
"Ég er reyndar þeirrar skoðunar að ef þannig hefði háttað eftir að stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var farin frá og við þær aðstæður hefði verið stjórnarkreppa og engin formleg ríkisstjórn, heldur aðeins starfsstjórn alveg til þessa dags, þá væri efnahagsástandið miklu betra. Þannig að núverandi ríkisstjórn er mun verri en engin."
Aðspurður um af hverju hann telji stjórnarkreppu betri svarar Davíð:
"Vegna þess að þessi stjórn hefur lagt stein í götu allrar þróunar. Þróunin hefði getað verið markviss vegna þeirra meginlína sem dregnar höfðu verið áður en ríkisstjórn Geirs [Haarde] fór frá."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook