Ljúfir, góðir og hlýðnir þingmenn

Sigurður Þorsteinsson auglýsir á bloggsíðu sinni eftir hlýðnum þingmönnum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Þeir verða að vera undirgefnir og tilbúnir að éta það sem úti frýs: Síðan segir Sigurður:

"Engar kröfur eru gerða um sjálfstæða hugsun, og alls engar kröfur um þekkingu um þekkingu á efnahagsmálum. Reyndar verður þeim sem hafa þekkingu á efnahagsmálum og eru viljugir að koma þeirri þekkingu á framfæri, hafnað.

Þingmenn með áhuga á að naga kjötbein eru sérstaklega velkomnir en ekki þeir sem hafa áhuga á að veiða mýs, hamstra og fugla. 

Umsækjendur verða að undirbúa sig undir að tímabil ráðningar getur orðið mjög stutt. Umsóknir sendist í pósthólf Jóhönnu Sigurðardóttur eða Steingríms Sigfússonar merkt ,,allt á leiðinni til andskotans"." 

Jónas Bjarnason orðar þetta með öðrum hætti en hugsunin er svipuð:

"Auðvitað vilja Jóhanna og Steingrímur hafa þingmennina góða og ljúfa svo þeir bara séu sammála þeim og séu ekki með neitt múður í þinginu. Þau eiga bara að greiða atkvæði og þegja, er það ekki?"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband