Öfugmæli spunavélanna

Ívar Páll Jónsson blaðamaður á Morgunblaðinu skrifar hárbeittan pistil í blaðið í dag þar sem hann bendir á hvernig ríkisstjórnin beitir spunavélinni til hins ýtrasta, þannig að fólk átti sig ekki á því hvað er í raun og veru í gangi.

Hann skrifar:

"Það væri efni í mun lengri grein að rekja öll öfugmælin sem hér voru nefnd í byrjun. Einna augljósasti stjórnarspuninn er þó að hér stöðvist allt atvinnulíf – ekkert fyrirtæki fái lánafyrirgreiðslu, verði ekki samið um að skattgreiðendur taki á sig Icesave-skuldbindingu einkabankans Landsbankans. Þvílík fjarstæða.

Eina dæmið sem spunameistarar valdhafanna geta nefnt um slíkt er að Fjárfestingabanki Evrópu, pólitískt Evrópuapparat, setji þetta skilyrði til þess að lána Landsvirkjun. Þeim hefur yfirsést að þrjú stór íslensk fyrirtæki, Össur, Marel og Icelandic Group, hafa öll fengið lán í erlendum myntum á síðasta rúma árinu."

Ívar Páll er ekki sérstaklega bjartsýnn þegar kemur að Icesave-samningunum og hefur ekki mikla trú á því að stjórnarandstaðan standi í lappirnar. Vonandi hefur hann rangt fyrir sér:

"Því miður bendir flest til þess, að þjóðin ætli að kokgleypa spunann í þetta skiptið, eftir langdregna baráttu við andskota sína í stjórnarráðinu. Stjórnarandstaðan lyppast vafalaust niður, langþreytt og þvæld, og þjóðin hrópar í kór fyrir framan firðtjaldið:

STRÍÐ ER FRIÐUR

FRELSI ER ÁNAUÐ

FÁFRÆÐI ER MÁTTUR."


mbl.is Icesave-samningarnir á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband