Komið í veg fyrir þjóðargjaldþrot en samt er höfðað sakamál

Eftir því sem tíminn líður og upplýsingar verða betri, kemur æ betur í ljós hversu fráleitt það var af meirihluta Alþingis að samþykkja að höfða sakamál gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra fyrir landsdómi. Þar sátu gamlir pólitískir andstæðingar Geirs að svikráðum. En hefndin verður ekki eins sæt og þeir vonast eftir.

Hefði ríkisstjórn Geirs H. Haarde farið leið Íra og gengið í ábyrgð fyrir skuldum einkabanka (sem Steingrímur J. og Jóhanna gera ítrekaðar tilraunir til að gera með Icesave), væri íslenska þjóðin gjaldþrota. En þá hefði hann líklega sloppið við málshöfðun.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri hlýtur að vera kallaður fyrir landsdóm sem vitni til að útskýra fyrir dómendum af hverju viðbrögð Geirs og ríkisstjórnar hans við falli bankanna, kom í veg fyrir þjóðargjaldþrot.


mbl.is Seðlabankastjóri: Íslensk stjórnvöld brugðust rétt við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband