Alvarleg skilaboð til Sjálfstæðisflokksins
Fimmtudagur, 2. desember 2010
Niðurstöður í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup fela í sér alvarleg skilaboð til stjórnarandstöðunnar og Sjálfstæðisflokksins sérstaklega. Þrátt fyrir ótrúlegan vandræðagang í öllu sem ríkisstjórnin tekur sér fyrir hendur, tekst Sjálfstæðisflokknum ekki að sækja fram og auka fylgi sitt. Þvert á móti eru vísbendingar um að lítillega hafi dregið úr fylgi flokksins frá október til nóvember.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að endurheimta stöðu sína sem kjölfesta í íslenskum stjórnmálum verður hann að endurnýja traust og trúnað við launþega og atvinnurekendur. Sjálfstæðisflokkurinn gaf Íslendingum ákveðin loforð og flokkurinn verður að viðurkenna í fullkominni hreinskilni, að í hraða nýrrar aldar og í sjálfumgleði velgengninnar, misstu menn á stundum sjónar á því sem mestu skiptir og er rist í steintöflur sjálfstæðisstefnunnar.
Ég skrifaði pistil um skilaboðin á T24.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:01 | Facebook