Jóhanna í frjálsu falli
Miðvikudagur, 1. desember 2010
Það kemur á óvart að stuðningur við ríkisstjórnina skuli aukast á milli mánaða en ljóst er að stjórnarandstaðan er ekki að ná vopnum sínum. En annað sem er merkilegt er hve fall Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra er hátt.
Þegar Jóhann settist í stól forsætisráðherra í febrúar 2009 voru yfir 65% kjósenda ánægð með störf hennar. Nú 22 mánuðum síðar eru aðeins 21% ánægð. Þetta segir meira en mörg orð um gjörbreytta stöðu Jóhönnu. Hún hefur misst traust almennings í störfum sínum. Jóhanna hlýtur að skoða stöðu sína alvarlega.
Hitt er svo ljóst að niðurstöður þjóðarpúlsins eru áfall fyrir stjórnarandstöðuna og alvarleg skilaboð til Sjálfstæðisflokksins. Um skilaboðin skrifa ég pistil á T24.is.
Stuðningur eykst við ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook