Hin týnda atvinnustefna
Miðvikudagur, 1. desember 2010
Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar boðar skattahækkanir í fjárhagsáætlun fyrir komandi ár. Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags bendir á hið augljósa í viðtali við Morgunblaðið:
"Hættan er sú að þetta sé að gerast mjög víða í samfélaginu, hvort sem er hjá ríkinu eða sveitarfélögunum. Allt er þetta skattfé tekið úr sömu buddunni og hefur áhrif á afkomu fólks. Og síðan inn í samfélagið með auknum samdrætti."
Dagur B. Eggertsson og Samfylkingin höfðu uppi stór orð fyrir borgarstjórnarkosningarnar og lögðu áherslu á atvinnumál. Bent var á að hagvöxtur í Reykjavík yrði að vera 3,5% að meðaltali næstu fjögur ár, (líkt og höfuðborgin væri sjálfstætt hagvaxtarsvæði). Loforðin voru stór og meðal annars átti að skuldsetja borgarsjóð til að halda uppi framkvæmdastigi.
Í stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar sagði meðal annars:
"Taka lán til að halda uppi framkvæmdastigi í kreppunni í stað þess að skera framkvæmdir niður um 70% eins og nú er ráðgert. Borgarsjóður ræður við þessar lántökur, hægt er að fá hagstæð tilboð og forða þannig algeru hruni í framkvæmda- og byggingariðnaði."
Og frambjóðendur Samfylkingarinnar til borgarstjórnar voru þess fullvissir að umsókn Íslands að Evrópusambandinu skapaði mikla möguleika fyrir borgina:
"Samfylkingin vill að Reykjavíkurborg nýti þau tækifæri sem felast í stöðu Íslands sem umsóknarríkis að ESB. Samfylkingin hefur látið taka saman stutt yfirlit yfir samfélags- og uppbyggingasjóði Evrópusambandsins með sérstakri áherslu á borgarsvæði og fjármögnunarmöguleika þeirra. Möguleikar Reykjavíkurborgar eru miklir ef rétt er á málum haldið.
Samstarf við evrópskar fjármálastofnanir og samstarfsáætlanir gætu nýst Reykjavík og sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu m.a. við:
i) endurskipulagningu á skuldum sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra
ii) fjármögnun á endurnýjun eldri hverfa og atvinnusvæða
iii) fjárfestingar í grænni orku, orkuskiptum í samgöngum, hjóla- og göngustígakerfi og öðrum fjárfestingum í innviðum og umhverfismálum
iv) uppbyggingu vísinda- og þekkingarklasa, t.d. á háskólasvæðum
v) endurlánum til lítilla og meðalstórra fyrirtækja."
Í stefnuyfirlýsingu Besta flokksins og Samfylkingarinnar segir meðal annars um fjármál:
Skattheimta sögð auka samdrátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:09 | Facebook