Enska tekur völdin

Mér er það óskiljanlegt af hverju forráðamenn íslenskra fyrirtækja telja að það sé betri leið til árangurs að birta auglýsingar á ensku en ekki á íslensku. Þá er það hulin ráðgáta hvers vegna fjölmiðlar, sem hafa reynt að leggja rækt við gott íslenskt mál, skuli taka það að sér að birta auglýsingar á ensku. 

Á mbl.is er auglýsingaborði í haus þar sem vakin er athygli á kostum Nikon ljósmyndavéla. Fyrirsögnin er: I am your best winter deal.nikon

Ég átta mig ekki á því hvort það er leti, kæruleysi eða hreint virðingarleysi fyrir íslenskum neytendum að birta auglýsingu á ensku. Eitt er víst að auglýsandinn hefur enga tilfinningu fyrir því sem er íslenskt.

Með sama hætti þótt mér það miður þegar Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, taldi rétt að birta grein í Fréttablaðinu fyrir skömmu þar sem fyrirsögnin var á ensku. Efni greinarinnar skiptir engu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband