Ríkisstjórn gagnsæis hlýtur að opna skjalageymslur
Mánudagur, 29. nóvember 2010
Merkilegur pistill hjá Styrmi Gunnarssyni, en vert er að benda á niðurlagið þar sem hann beinir sjónum sínum að íslensku utanríkisþjónustunni. Styrmir segir orðrétt:
"Líka um sendiráð Íslands í öðrum löndum. Það verður t.d. fróðlegt að sjá, þegar fram líða stundir hvers konar upplýsingar starfsmenn sendiráða Íslands í öðrum löndum eða utanríkisráðuneytisins hér hafa veitt fulltrúum annarra ríkja um afstöðu Íslendinga til ESB-umsóknarinnar þessa mánuði og misseri.
Kannski Wikileaks geti séð um það!"
Engin pólitísk sátt er um aðild Íslands að Evrópusambandinu. En orð Styrmis vekja upp þá áleitnu spurningu hvort ekki sé rétt að ríkisstjórn gagnsæis - þar sem allt á að upp á borðum - hafi frumkvæði að því að birta öll skjöl um samskipti íslensku utanríkisþjónustunnar við erlend ríki vegna aðildarumsóknarinnar. En væri það ekki í stíl við annað að landsmenn þurfi að treysta á Wikileaks til að hin "opna stjórnsýsla" Jóhönnu Sigurðardóttur fái að njóta sín?
Hæfileikalítið sendiráðsfólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook