Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ögmundur fer með rangt mál
Miðvikudagur, 27. október 2010
Ögmundur Jónasson, dóms- og samgönguráðherra, heldur því fram að "rifin" hafi verið göt í velferðarkerfið á undanförnum árum og unnin á því stórkostleg spjöll. Þetta kemur fram í frétt Pressunar í dag.
Að því er fram kemur í frétt Pressunar var Ögmundur eini ráðherrann sem mætti á samstöðufund fátækra. Bót, aðgerðarhópur um bætt samfélag, efndi til fundarins í Salnum í Kópavogi í gær. Ekki er annað hægt en að hrósa Ögmundi fyrir kjarkinn en nálgun á ástandinu er undarleg svo ekki sé dýpra í árinni tekið.
Í samtali við Pressuna sagði Ögmundur orðrétt:
"Það er staðreynd að það hafa verið rifin göt á velferðarkerfið og unnin á því stórkostleg spjöll. Krafan er nú á okkur að stoppa upp í þessu göt og fá úr þessu bætt. Fólk sem illa getur framfært fjölskyldu sinni og hefur háa húsaleigu, þarf að borga skuldir eða glímir við sjúkdóma, það verður bara að viðurkennast að það á mjög erfitt."
Staðhæfingar Ögmundar eiga lítið skylt við raunveruleikann og munu í engu hjálpa þeim fjölmörgu sem nú glíma við mikla fjárhagslega erfiðleika. Staðreyndin er sú að útgjöld til heilbrigðismála jukust um 27,6 milljarða á föstu verðlagi frá árinu 2000 til 2009 eða 28%. Aukning ríkisútgjalda til almannatrygginga og velferðarmála var enn meiri samkvæmt samantekt Hagstofunnar á hagrænni skiptingu útgjalda. Árið 2009 voru útgjöld til almannatrygginga og velferðarmála 37,8 milljörðum króna hærri en árið 2000 eða 45% hærri. Ekki veit ég hvernig hægt er að halda því fram að 65,4 milljarða króna útgjaldaaukning í velferðarkerfið bendi til þess að göt hafi verið "rifin" og stórkostleg "spjöll" unnin á síðustu árum.
Ögmundur sýndi kjark að mæta fundinn hjá Bót, einn ráðherra. En mikið væri nú hinn pólitíski kjarkur meiri ef hann gæti horfst í augu við staðreyndir og viðurkennt að aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum og úrræðaleysi við að leysa skuldavanda heimila og fyrirtækja, er helsta ástæða þess að margir eiga um sárt að binda.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook
VG í bóndabeygju Samfylkingar - skollaleikur segir Hjörleifur
Þriðjudagur, 26. október 2010
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, er einn fjölmargra sem er ósáttur við forystu Vinstri grænna. Hann segir flokkinn í bóndabeygju hjá Samfylkingunni og vísar þar til umsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Þá sakar hann forystu flokksins um skollaleik sem verði að binda endi á.
Vinstri grænir efndu til málþing um utanríkismál um síðustu helgi og Á málþinginu 22. október sl. var kynnt áskorun 100 flokksfélaga og stuðningsfólks VG til forystunnar um að fylgja fram og tala fyrir stefnu flokksins gegn aðild að Evrópusambandinu og því aðlögunarferli sem þegar er hafið.
Í grein sem Hjörleifur skrifar í Morgunblaðið í dag kveður við annan tón en hjá Álfheiði Ingadóttur sem sagði í viðtali við RÚV um helgina að andstaða við Evrópusambandið birtist í reynd sem hrein andstaða við forystu VG, sérstaklega formanninn Steingrím J. Sigfússon:
Fríverslun í Norðurhöfum er okkar besti kostur
Þriðjudagur, 26. október 2010
Afleiðingin er sú að endurreisn efnahagslífsins hefur tafist. Minnihluti þingheims og mikill minnihluti þjóðarinnar, hefur knúið fram samningaviðræður við Evrópusambandið. Afarkostir í Icesave eru taldir nauðsynlegir til að draumurinn um aðild verði að veruleika. Hitt er hins vegar rétt að mikilvægur hluti af endurreisninni er samstarf við erlendar þjóðir og frjáls viðskipti með vöru og þjónustu. Íslenskur efnahagur byggir á því að hægt sé að tryggja frjálsan aðgang að erlendum mörkuðum en um leið að eðlilegan og sanngjarnan aðgang erlendra aðila að íslenskum markaði.