Árni Þór hæðist enn að þremenningunum

Það er ljóst að Árni Þór Sigurðsson, starfandi þingflokksformaður VG, heldur áfram að hæðast og gera lítið úr þremenningunum - Lilju Mósesdóttur, Ásmundi Daða Einarssyni og Atla Gíslasyni. Hann kannast lítið við óskir um að hann legði fram opinbera afsökunarbeiðni til Lilju. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpið sagði Árni Þór: "Ég hef ekki verið beðinn um það og ég hef ekkert heyrt um það."

Árni Þór ætlar sem sagt ekki að biðja Lilju afsökunar eins og þremenningarnir hafa óskað eftir. Það er ljóst að til þess hefur hann óskoraðan stuðning Steingríms J. Sigfússonar, formanns flokksins. 

Þögn þingmanna VG eftir langan fund bendir til þess að engar sættir hafi náðst.  Ég geri ekki ráð fyrir að þremenningarnir séu geðlausir og því muni þeira aldrei sætt sig við framkomu Árna Þórs.

Eins og bent var á í gær hljóta þremenningarnir að lýsa yfir andstöðu við ríkisstjórnina sem þeir segja að sé "svokölluð velferðarstjórn". Annars verða þeir hvorki trúverðug í málflutningi né samkvæm sjálfum sér. Öll gagnrýnin verður innantómt hjal sem er aðeins pólitískur hávaði sem getur verið pirrandi fyrir alla til lengdar.

Stóran spurningin er hvað þeir félagar Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason hyggjast gera.  
mbl.is Þingflokksfundi VG lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband