Bloggfćrslur mánađarins, október 2011

Ragnar og Hjörleifur halda í hálmstrá

Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttormsson halda í hálmstrá í ţeirri von ađ hćgt sé ađ bjarga Vinstri grćnum - byggja aftur upp trúnađ og traust međal kjósenda flokksins sem telja sig svikna. 

Landsfundur Vinstri grćnna var haldinn um helgina og Ragnar Arnalds telur ađ samţykkt fundarins um ESB-ađild sé eindregin og afdráttarlaus.

Sagan bendir til ţess ađ landsfundarályktun skipti litlu. Hjörleifur hefur margsinnis fariđ fram og gagnrýnt forystu VG.

Sjá T24


60 milljarđa skattur á sjávarútveg

Ólína Ţorvarđardóttir, ţingmađur Samfylkingarinnar, segir ađ ríkissjóđur hafi orđiđ af níu milljörđum króna vegna ţess ađ makrílkvóta hafi ekki veriđ úthlutađ gegn gjaldi líkt og gert var međ skötuselinn.

Skattprósenta Ólínu Ţorvarđardóttur ţýđir ađ auđlindaskatturinn verđur rétt liđlega 60 milljarđar króna. 

Sjá T24


Eru Íslendingar tilbúnir í 150-300 milljarđa ábyrgđ?

Vonandi tekst Evrópusambandinu ađ leysa úr ţeim gríđarlegu vandamálum sem blasa viđ. Ţađ skiptir Íslendinga miklu ađ vel takist til. Skuldavandi evruríkjanna er gríđarlegur og ţví hafa leiđtogar ríkjanna samţykkt ađ stćkka svokallađan björgunarsjóđ í 1.000 milljarđa evra, knýja banka til ađ afskrifa skuldir Grikklands um 50% og gera bönkum skylt ađ auka eigiđ fé um 106 milljarđa evra á komandi ári.

Eitt ţúsund milljarđa evru björgunarsjóđur jafngildir um 160 ţúsund milljörđum íslenskra króna. Nú eru 17 lönd sem tilheyra evrusamstarfinu, alls međ um 332 milljónir manna. Ţannig jafngildir björgunarsjóđurinn ţví ađ hver íbúi hafi tekiđ ađ sér liđlega ţrjú ţúsund evrur eđa nćr 480 ţúsund krónur. Međ öđrum orđum hver fjögurra manna fjölskylda er međ liđlega 1,9 milljónir króna í björgunarsjóđinum. Sé ţađ rétt ađ nauđsynlegt sé ađ tvöfalda björgunarsjóđurinn eru skuldbindingar hans jafngildar ţví ađ hver fjölskylda hafi lagt fram liđlega 3,8 milljónir króna eđa um 24 ţúsund evrur. 

Sjá T24.is


Sjálfstćđisflokkurinn ţarf ađ huga ađ frambođsmálum

Sjálfstćđismenn verđa ađ huga ađ skipan frambođslista fyrir kosningar sem verđa líklega ekki fyrr en voriđ 2013 - ţví miđur. Nú eru 16 í ţingflokki Sjálfstćđisflokksins en búast má viđ ađ ţingmönnum fjölgi töluvert. Ađ öđru óbreyttu má reikna međ ađ ţingmennirnir verđi a.m.k. 24 eftir kosningar. Án ţess ađ ég viti um ţađ er ekki ólíklegt ađ 1-2 ţingmenn muni draga sig í hlé og spurning hvort ţeir sem sćkjast eftir endurkjöri nái allir ţeim árangri sem ađ er stefnt í prófkjörum. Ţađ má međ öđrum orđum búast viđ ţví ađ 10 eđa fleiri nýir ţingmenn setjist á Alţingi fyrir Sjálfstćđisflokkinn eftir kosningar. Sjálfstćđismenn hafa ţví mikil tćkifćri til ađ breikka ţingflokkinn verulega.

Sjá T24.is


Síđasta vörnin

si_asta_vornin_1117825.jpgBókafélagiđ Ugla hefur gefiđ út bókina Síđasta vörnin, eftir ţann sem hér skrifar. 

Í bókinni er sett fram hörđ gagnrýni á íslenska dómskerfiđ og ţví haldiđ fram ađ dómar Hérađsdóms og Hćstaréttar í Baugsmálum hafi reynst Íslendingum dýrkeyptir og haft alvarlegar afleiđingar. Skiptir ţá engu sekt eđa sakleysi ţeirra sem voru ákćrđir. Dómstólar komu sér hjá ţví ađ taka efnislega afstöđu til ákćruliđa og beittu langsóttum lögskýringum. Viđskiptalífinu var gefiđ til kynna ađ ađrar reglur vćru í gildi gagnvart ţví en öđrum.

Í Síđustu vörninni er ţví haldiđ fram ađ frćđimenn og starfandi lögmenn hafi brugđist skyldu sinni. Ástćđurnar eru sagđar einfaldar. Lögmenn hafi áhyggjur af ţví ađ hörđ gagnrýni ţeirra á úrskurđi dómstóla geti komiđ niđur á umbjóđendum ţeirra í framtíđinni. Og hins vegar hafi frćđimenn og starfandi lögmenn, sem hafa hug á ţví ađ sćkjast eftir sćti viđ Hćstarétt, ţađ í huga ađ gagnrýni geti haft áhrif á möguleika ţeirra til ađ ná ráđningu.

Ţegar hérađsdómur ákvađ ađ vísa öllum upphaflegu ákćrunum frá dómi, ekki síst á ţeim grunni ađ ákćruliđir vćru óskýrir, fögnuđu margir. Sú gleđi var byggđ á misskilningi. Međ frávísun gafst ákćruvaldinu tćkifćri til ađ gefa út nýjar ákćrur. Á međan urđu ţeir sem sćttu ákćru ađ bíđa í eins konar lögfrćđilegu tómarúmi. Ekki ţarf ađ hafa mörg orđ um ţađ hversu erfitt ţađ hlýtur ađ vera fyrir ţann sem telur sig saklausan ađ bíđa eftir ţví ađ nafn hans sé hreinsađ. Ţví er haldiđ fram ađ hagur ţeirra sem sćttu ákćru hefđi veriđ betur tryggđur ef dómstólar hefđu tekiđ upphaflegu ákćruliđina fjörutíu til efnislegrar međferđar og látiđ hina ákćrđu njóta vafans sem fólgin var í óljósum málatilbúnađi ákćruvaldsins

Í bókinni er skipulag Hćstaréttar gagnrýnt harđlega og ţó sérstaklega hvernig stađiđ er ađ skipun dómara. Ástćđa er til ađ hafa áhyggjur af ţví ađ dómstólar láti undan almenningsálitinu og í ţví andrúmslofti sem nú er í ţjóđfélaginu. Sú hćtta virđist vera raunveruleg ađ hagsmunir sakborninga verđi fyrir borđ bornir. Veruleg hćtta er á ađ dómstólar hafi ekki bolmagn til ađ standa gegn hávćrri kröfu um ađ ákveđnir einstaklingar verđi dregnir til ábyrgđar og dćmdir.

Fórnarlömbin verđa ekki ađeins ţeir sem verđa dćmdir heldur allir Íslendingar. Ţegar og ef dómstólar láta undan ţrýstingi almenningsálitsins er réttarríkinu fórnađ.


Ţađ gengur aldrei ađ ráđa framsóknarmann

Fréttaflutningur ríkisins síđastliđinn sunnudag er enn ein rósin í hnappagat Óđins Jónssonar, fréttastjóra. Hann stendur vaktina af dyggđ ţegar kemur ađ framsóknarmönnum, sem eiga ekkert gott skiliđ. Ţá skiptir engu ţó allar reglur frétta- og blađamennsku séu brotnar – málstađurinn verđur ađ ráđa för. Sé einhver sem efast er rétt ađ sá hinn sami horfi á frétta Ríkissjónvarpsins.

Hćgt en örugglega er fréttastofa ríkisins ađ grafa undan Ríkisútvarpinu og ógilda flest rök fyrir ţví ađ ríkiđ standi í rekstri fjölmiđla, međ nauđungaráskrift. Margir fagna en ađrir horfa á međ hryllingi.

En eitt er víst: Ţađ gengur aldrei ađ ráđa framsóknarmann til starfa.

Sjá T24

 


Dómstólar undir hćl fjölmiđla

si_asta_vornin.jpgÍ bókinni, Síđasta vörnin, er ţví haldiđ fram ađ dómstólar hafi, međ framgöngu sinni í Baugsmálinu svokallađa, rutt braut viđskiptahátta sem reistu á öđru en heilbrigđi — auđveldađ ađilum í viđskiptalífinu ađ stunda viđskiptahćtti sem Íslendingar hafa fengiđ ađ súpa seyđiđ af. Lítiđ hefur fariđ fyrir gagnrýni á dómstóla vegna ţessa ţó ađ međal starfandi lögmanna sé ţetta viđhorf útbreitt.

Í Síđustu vörninni er ţví haldiđ fram ađ fjölmiđlar í eigu helstu eigenda Baugs og náinna samverkamanna hafi reynt ađ mynda andrúmsloft til ađ ţvinga dómstóla til ađ komast ađ niđurstöđu sem í anda hins tilbúna almenningsálits, óháđ hinum texta laganna. En ţađ er langt í frá ađ vera eina dćmiđ um ađ fjölmiđlar hafi reynt ađ hafa áhrif á dómstóla.  Morgunblađiđ gekk ótrúlega langt ţegar blađiđ birti myndir af dómurum Hćstaréttar á forsíđu eftir ađ dómurinn hafđi komist ađ niđurstöđu sem var blađinu ekki ađ skapi. 

Sjá T24.is


Ríkir drengskapur í ríkisstjórn?

Ég skrifađi stutt opiđ bréf til Jóns Bjarnasonar sem birtist í Morgunblađinu í dag. Ţar óskađi ég eftir ađ hann svarađi tveimur spurningum.

Bréfiđ birtist einnig hér.


mbl.is Allir ráđherrarnir samţykktu kvótafrumvarpiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband