Geðþótta ákvarðanir og lögbrot ráðherra

Magnús Þór Ásgeirsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Akureyrar auglýsir eftir atvinnustefnu. Í viðtali við vikublaðið Akureyri heldur hann því fram að fyrirtæki treysti sér ekki til að fjárfesta á Íslandi vegna geðþóttaákvarðana, lögbrota ráðherra og endalausra breytinga á skattalögum:

„Það er ekki ríkisstjórnarinnar að búa til atvinnu en hún á heldur ekki að þvælast fyrir og koma í veg fyrir atvinnu uppbyggingu. Ég hef séð í hælana á fjárfest um sem voru til búnir að koma hingað með fjárfestingar og atvinnustarfsemi, vegna umræðu ríkisstjórnarflokkana um þjóðnýtingu fyrirtækja og eigna. Geðþótta ákvarðanir, lögbrot ráðherra og endalausar og yfirvofandi breytingar á skattalögum gera það að verkum að fyrirtæki treysta sér ekki til að fjárfesta á Íslandi í dag. Nýjasta upphlaupið vegna kolefnisskatts segir allt sem segja þarf.“

Magnús Þór bendir á að Ísland sé hluti af alþjóðlegu hagkerfi og vegna smæðar landsins snúast flest atvinnutækifæri um viðskipti við erlenda aðila, með einum eða öðrum hætti:

„Útlendingar koma ekki og bjarga okkur en þeir gætu fjárfest hér í samstarfi við Íslendinga ef báðir hagnast á slíkum viðskiptum, annars ekki. Eins og staðan er þá eru þeir ekki í biðröðum, það er nokkuð ljóst.“

Hér talar maður með reynslu. Lýsingin er ekki fögur, en varla er þess að vænta að ný störf verði til þegarfjárfestar óttast Ísland.


mbl.is Atvinnulausum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband