Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Ríkisskattstjóri gefur skattastefnu Steingríms J. einkunn

Ríkisstjórn hinnar "norrænu velferðar" telur að leiðin úr efnahagsógöngum sé að skattleggja þjóðina út úr erfiðleikunum. Þess vegna hafa skattar verið stórhækkaðir, tekjuskattar einstaklinga og fyrirtækja, fjármagnstekjuskattur, tryggingagjöld og nú síðast erfðafjárskattur. Teknir hafa verið upp nýir skattar í nafni jafnréttis og sanngirni. steingrimur_og_johanna.jpg

Ekki hefur verið hlustað á aðvaranir um að með skattahækkunum verði skattstofnar eyðilagðir og skatttekjur ríkisins muni lækka.  Dregið sé úr þrótti atvinnulífsins og neðanjarðarhagkerfið taki við. En kannski að fjármálaráðherra taki mark á Skúla Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóra, sem óttast að núverandi aðstæður í þjóðfélaginu ýti mjög undir svartan atvinnurekstur enda aðgengi að lánsfé af skornum skammti samhliða því að skattar og verðlag almennt fara hækkandi. "Það sé ávísun á að fleiri láti freistast af því að sleppa því að greiða gjöld og skatta." og segir í endursögn Eyjunnar sem vitnar til viðtals við ríkisskattstjóra í Spegli Ríkisútvarpsins. Þar sagði Skúli meðal annars:

„Ég er að minnsta kosti hræddur um að hann sé að færast eitthvað í aukana. Það er til dæmis meira um það að menn séu að greiða með reiðufé. Það geta verið ákveðnar skýringar á hvers vegna það er en það var miklu auðveldara að sannreyna skattskil þegar menn voru að greiða í gegnum bankakerfið. Þegar menn eru farnir að nota reiðufé meira þá eru þá allavega líkur á að það séu meiri undanskot.“

Samfélagslegt mein

Um það verður vart deilt að þegar fóstureyðingar eru fleiri en fæðingar er samfélag komið í gríðarlegan vanda. Afstaðan til fóstureyðinga skiptir hér engu. Jafnt þeir sem eru andvígir þeim af siðferðilegum og trúarlegum ástæðum og þeir sem verja rétt kvenna, hljóta að fyllast skelfingu þegar upplýst er að fleiri konur velji þá leið að fara í fóstureyðingu en að fæða barn.


mbl.is Fóstureyðingar fleiri en fæðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur fer með rangt mál

Ögmundur Jónasson, dóms- og samgönguráðherra, heldur því fram að "rifin" hafi verið göt í velferðarkerfið á undanförnum árum og unnin á því stórkostleg spjöll. Þetta kemur _gmundur_jonsson.jpgfram í frétt Pressunar í dag. 

Að því er fram kemur í frétt Pressunar var Ögmundur eini ráðherrann sem mætti á samstöðufund fátækra. Bót, aðgerðarhópur um bætt samfélag, efndi til fundarins í Salnum í Kópavogi í gær. Ekki er annað hægt en að hrósa Ögmundi fyrir kjarkinn en nálgun á ástandinu er undarleg svo ekki sé dýpra í árinni tekið.

Í samtali við Pressuna sagði Ögmundur orðrétt:

"Það er staðreynd að það hafa verið rifin göt á velferðarkerfið og unnin á því stórkostleg spjöll. Krafan er nú á okkur að stoppa upp í þessu göt og fá úr þessu bætt. Fólk sem illa getur framfært fjölskyldu sinni og hefur háa húsaleigu, þarf að borga skuldir eða glímir við sjúkdóma, það verður bara að viðurkennast að það á mjög erfitt."

Staðhæfingar Ögmundar eiga lítið skylt við raunveruleikann og munu í engu hjálpa þeim fjölmörgu sem nú glíma við mikla fjárhagslega erfiðleika. Staðreyndin er sú að útgjöld til heilbrigðismála jukust um 27,6 milljarða á föstu verðlagi frá árinu 2000 til 2009 eða 28%. Aukning ríkisútgjalda til almannatrygginga og velferðarmála var enn meiri samkvæmt samantekt Hagstofunnar á hagrænni skiptingu útgjalda. Árið 2009 voru útgjöld til almannatrygginga og velferðarmála 37,8 milljörðum króna hærri en árið 2000 eða 45% hærri. Ekki veit ég hvernig hægt er að halda því fram að 65,4 milljarða króna útgjaldaaukning í velferðarkerfið bendi til þess að göt hafi verið "rifin" og stórkostleg "spjöll" unnin á síðustu árum. 

Ögmundur sýndi kjark að mæta fundinn hjá Bót, einn ráðherra. En mikið væri nú hinn pólitíski kjarkur meiri ef hann gæti horfst í augu við staðreyndir og viðurkennt að aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum og úrræðaleysi við að leysa skuldavanda heimila og fyrirtækja, er helsta ástæða þess að margir eiga um sárt að binda.  


VG í bóndabeygju Samfylkingar - skollaleikur segir Hjörleifur

Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, er einn fjölmargra sem er ósáttur við forystu Vinstri grænna. Hann segir flokkinn í bóndabeygju hjá Samfylkingunni og vísar þar til umsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Þá sakar hann forystu flokksins um skollaleik sem verði að binda endi á.

Vinstri grænir efndu til málþing um utanríkismál um síðustu helgi og Á málþinginu 22. október sl. var kynnt áskorun 100 flokksfélaga og stuðningsfólks VG til forystunnar um að fylgja fram og tala fyrir stefnu flokksins gegn aðild að Evrópusambandinu og því aðlögunarferli sem þegar er hafið.

Í grein sem Hjörleifur skrifar í Morgunblaðið í dag kveður við annan tón en hjá Álfheiði Ingadóttur sem sagði í viðtali við RÚV um helgina að andstaða við Evrópusambandið birtist í reynd sem hrein andstaða við forystu VG, sérstaklega formanninn Steingrím J. Sigfússon:

Sjá meira á T24.is


Fríverslun í Norðurhöfum er okkar besti kostur

Umræða um utanríkismál markast af deilum um hugsanlega aðild Evrópusambandinu. Látið er í veðri vaka að Íslengingar eigi aðeins einn kost í samfélagi þjóðanna. Ekkert er fjarri lagi. Staðreyndin er sú að fáar þjóðir í heiminum eiga fleiri valkosti en Íslendingar. Vandinn er sá að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna neitar að kanna aðra möguleika en aðild að Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin er sannfærð um að aðild sé sá bjarghringur sem Íslendingum er nauðsynlegur.

Afleiðingin er sú að endurreisn efnahagslífsins hefur tafist. Minnihluti þingheims og mikill minnihluti þjóðarinnar, hefur knúið fram samningaviðræður við Evrópusambandið. Afarkostir í Icesave eru taldir nauðsynlegir til að draumurinn um aðild verði að veruleika. Hitt er hins vegar rétt að mikilvægur hluti af endurreisninni er samstarf við erlendar þjóðir og frjáls viðskipti með vöru og þjónustu. Íslenskur efnahagur byggir á því að hægt sé að tryggja frjálsan aðgang að erlendum mörkuðum en um leið að eðlilegan og sanngjarnan aðgang erlendra aðila að íslenskum markaði.

Meira á T24.is.


Reagan vildi fríverslun við Ísland

Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, var fylgjandi því að gerður yrði fríverslunarsa

reagan-fri2_1036990.jpg

mningur milli Íslands og Bandaríkjanna. Í frétt Morgunblaðsins 11. ágúst 1988 er þetta haft beint eftir forsetanum þegar hann svaraði spurningum fréttaritara Morgunblaðsins. 

Þorsteinn Pálsson, þáverandi forsætisráðherra, var í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum og átti m.a. fundi með Reagan. Þegar forsetinn var spurður um hugsanlegan fríverslunarsamning milli landanna og hvort hann væri sjálfur fylgjandi slíkum samningi, svaraði hann meðal annars:

"Já, hugmyndafræði mín gerir ráð fyrir frjálsri og sanngjarnri um allan heim."

Því miður nýttu íslensk stjórnvöld sér aldrei þann velvilja sem þessi merki forseti sýndi Íslendingum.

(Svo vill til að ég var í hlutverki fréttaritarans).

T24.is


Ungt afreksfólk vekur bjartsýni

gerpla.jpg

Ef rétt er á málum haldið eiga Íslendingar bjartari framtíð en flestar aðrar þjóðir. Þrátt fyrir allt eru undirstöður þjóðfélagsins traustar og ungt hæfileikaríkt fólk er á "hverju strái". 

Þegar þjóð glímir við erfiðleika er mikilvægt að þeir sem veljast til forystu komi fram af sannfæringu og berji kjark í almenning og viðskiptalífið. Því miður hefur ríkisstjórnin unnið skipulega að því að drepa allt í dróma og dregið úr vongleði og áræðni. Hjól efnahagslífsins eru því í hægagangi og sum hafa stöðvast.

Við slíkar aðstæður er það ómetanlegt að eiga glæsilega fulltrúa þeirrar kynslóðar sem innan tíðar tekur við völdum, ef okkur auðnast að koma í veg fyrir landflótta. Afreksmenn U21 landsliðsins í knattspyrnu hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppi Evrópumótsins í Danmörku á komandi ári, og í dag vann kvennalið Gerplu það afrek að ná Evrópumeistaratitli í hópfimleikum. Vert er að óska þessu unga afreksfólki til hamingju með einstakan árangur, þó ekki væri fyrir annað en að kveikja loga bjartsýni í brjóstum landsmanna.


Skollaleikur

Stjórnarskráin er æðsta réttarheimild Íslands og yfir önnur lög hafin. Við verðum því að umgangast stjórnarskrána af mikilli virðingu og allar breytingar verður að gera af mikilli yfirveguskjaldamerki.jpgn. Ástæða er að hafa áhyggjur af stjórnarskránni í aðdraganda stjórnlagaþings sem á að verða ráðgefandi um breytingar sem sagðar eru nauðsynlegar. Margir ræða um stjórnarskránna líkt og hún sé úrelt plagg og hún eigi að taka breytingum í takt við nýja tíma. Reynt er að telja fólki trú um að ein ástæða þess að fjármálakerfið hrundi í október 2008 sé stjórnarskráin. Ekkert er fjarri lagi.

Sú stjórnarskrá sem er í gildi í dag er þriðja stjórnarskrá sem Íslendingar hafa fengið. Okkar fyrsta stjórnarskrá tók gildi árið 1874, sú næsta árið 1920, í kjölfar þess að við urðum fullvalda ríki árið 1918. En gildandi stjórnarskrá tók gildi við lýðveldisstofnunina árið 1944.

Margir þingmenn og álitsgjafar hafa tekið til máls og rætt um nauðsyn þess að breyta stjórnarskránni. Látið er í veðri vaka að stjórnarskráin hafi verið óbreytt frá árinu 1944, og jafnvel frá 1974. Þetta er auðvitað kolrangt og kemur fram í skýrslu sem var gerð árið 2005 og skrifuð var af Gunnari Helga Kristinssyni stjórnmálafræðiprófessor að beiðni nefndar um breytingar á stjórnarskrá. Þar kemur fram að af 79 efnisgreinum hefur 45 verið breytt, hvorki fleiri né færri.

Ef við lítum á einstaka kafla stjórnarskrárinnar kemur hins vegar í ljós að í 1. kafla, sem er stjórnskipunin, eru tvær greinar og þeim hefur aldrei verið breytt. En í 2. kafla, sem eru forsetakosningar og ákvæði um forseta og ríkisstjórn, sem eru 28 greinar, hefur 6 verið breytt. Í 3. kafla hefur öllum greinunum verið breytt um þingkosningar. Í 4. kafla, Störf Alþingis, eru 24 greinar og 17 hefur verið breytt. Í 5. kafla, Dómsvaldið, eru 3 greinar og einni hefur verið breytt. Kirkja og trúfrelsi, þar eru þrjár greinar, tveimur hefur verið breytt. Þegar kemur að 7. kafla um mannréttindi og stjórnarskrárbreytingar, sem er 15 greinar, hefur öllum breytt og í rauninni bætt við.

Þegar menn tala um að hér sé ekki um lifandi plagg að ræða sem hafi fengið að þróast í tímanna rás eru menn að fara með rangt mál. En það á eðli málsins samkvæmt að vera erfitt að breyta stjórnarskrá. Grundvallarrit á ekki að taka breytingum eftir því hvernig tímabundnir pólitískir vindar blása. Stjórnarskráin tryggir fyrst og fremst réttindi einstaklinganna - réttindi borgaranna gagnvart ríkisvaldinu.Þegar stjórnmálamenn og misvitrir álitsgjafa hafa áhuga á því að breyta stjórnarskrá eiga landsmenn að vera í varðstöðu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband