Þingmenn VG börðust við vindmillur Steingríms J.

Félagar í Vinstri grænum um allt land höfðu enga ástæðu til að ætla annað en að þingmenn flokksins berðust gegn því að Magma Energy næði að eignast hlut í HS Orku. Samkvæmt fréttaskýringu Morgunblaðsins virðist ljóst að Steingrímur J. Sigfússon hafi leikið tveimur skjöldum og í raun samþykkt og samið um kaup Magma á HS Orku. Á sama tíma stóðu félagar hans í VG í þeirri trú að ráðherrar og þingmenn flokksins kæmu í veg fyrir kaupin.

Eftir fréttaskýringu Morgunblaðsins er ljóst að margir félagar í VG eiga ýmislegt ótalað við Steingrím J. Sigfússon. Það virðist a.m.k. ljóst að flokksráðsfundir VG sem ályktuðu um nauðsyn þess að rannsaka málið allt, hafi hitt naglann á höfuðið. Spurningin er hins vegar sú hvort Steingrímur J. hafi reist vindmillur svo félagar hans gætu barist við þær með svipuðum árangri og Don Quixote

Sjá T24


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband