Hótanir eru meginstef í pólitík Jóhönnu

johannahotar.jpg

Í gær var það rifjað upp hvernig Jóhanna Sigurðardóttir notar hótanir til að ná fram sínum pólitískum markmiðum. Þannig gekk hún út af ríkisstjórnarfundi í september 1993 vegna andstöðu sinnar við fjárlagafrumvarp komandi árs. Þá var Jóhanna félagsmálaráðherra. 

En þetta er langt í frá að vera eina dæmið um að Jóhanna noti hótanir til að ná sínu fram. Skiptir engu hvort hún er óbreyttur þingmaður eða ráðherra eða jafnvel forsætisráðherra. Þetta staðfesti Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins á Bylgjunni. 

Vert að rifja upp fleiri dæmi en Jóhanna var félagsmálaráðherra í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar frá júlí 1987 til september 1988, þegar stjórnin sprakk með hvelli. Í nóvember 1987 hafði Alþingi til meðferðar frumvarp um breytingar á lögum um húsnæðislánakerfið. Jóhanna lagði mikla áherslu á að frumvarpið yrði að lögum en þar var meðal annars gengið út frá því að þeir sem áttu skuldlausar eða skuldlitlar eignir hefðu ekki sömu réttindi og þeir sem enga eign áttu eða voru að stækka við sig vegna fjölskyldustærðar.

Þjóðviljinn fjallaði um málið í fjögurra dálka frétt á baksíðu undir fyrirsögninni: Jóhanna hefur í hótunum. Þar sagði meðal annars:

"Jóhanna Sigurðardóttir hótar því að sitja ekki ríkisstjórnarfundi verði frumvarp hennar um húsnæðislánakerið ekki afgreitt fyrir áramót. Frumvarpið var afgreitt úr félagsmálanefnd í gær en mestur styrr hafði staðið um  gildistíma frumvarpsins."

Síðar í fréttinni sagði:

"Jóhanna leggur mikla áherslu á að lögin verði samþykkt fyrir jól og hefur hótað að sitja ekki ríkisstjórnarfundi verði forsætisráðherra ekki við þeirri ósk hennar."

Þessi fyrirsögn varð Sigmund innblástur fyrir enn eina snilldarteikninguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband