Trúnaðarbrestur milli Sjálfstæðisflokks og atvinnurekenda

Afleiðingar Icesave-deilunnar hafa verið margvíslegar og ætla ég þá ekki að ræða að sinni um þá fráleitu ætlan ríkisstjórnarinnar að láta íslenska skattgreiðendur greiða skulir sem þeim ber ekki að greiða.

Þeir eru margir sem hafa hvatt til þess að gengið verði frá samningum við Hollendinga og Breta. Jafnvel Svavars-samningarnir voru taldir svo góðir að nauðsynlegt væri að skrifa undir því annars væri hætta á því að landið breyttist í Norður-Kóreu eða Kúbu norðursins. Ekkert slíkt hefur gerst. 

Forystumenn Samtaka atvinnulífsins og ASÍ hafa verið einna duglegastir við áróðurinn fyrir Icesave-samningum og gengið þar erinda annars vegar Breta og Hollendinga og Steingríms J. Sigfússonar hins vegar.

Greinilega er að Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins er ofboðið en í samtali við Spegilinn á RÚV síðasta þriðjudag gagnrýndi Bjarni framgöngu aðila vinnumarkaðarins í Icesave málinu frá upphafi:

"Þar til þeir hafa beðist afsökunar á því að hafa hvatt til staðfestingar á upphaflegum Icesave samningi  þá finnst mér þessir aðilar vera fullkomlega ótrúverðugir , vegna þess að ekkert af því sem þeir hafa haldið fram um Icesave deiluna og áhrif þess á að málið leystist ekki hefur staðist. Bara ekki neitt."

Trúnaðarbresturinn er því mikill og erfitt er að sjá hvernig hægt er að berja í brestina við núverandi aðstæður.


mbl.is Fundum um Icesave lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband