Marklaust plagg

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar er því miður byggt á sandi. Það var byggt á sandi þegar það var lagt fram og á því hefur engin breyting orðið. Ljóst er að hagvöxtur verðu lítill eða enginn á komandi ári og því má reikna með að tekjuforsendur frumvarpsins séu í besta falli veikar og í versta falli byggðar á óskhyggju þess sem neitar að horfast í augu við raunveruleikann.

Stórkostlegar blekkingar eru settar fram í frumvarpinu þar sem stórir liðir eru í raun færðir út fyrir efnahag. Þetta á við um framkvæmdir í vegamálum og einnig væntanlega byggingu háskólasjúkrahúss, þegar og ef í hana verður ráðist. 

En það á ekki að koma neinum á óvart að fjárlagafrumvarpið sé marklaust plagg. Í ríkisstjórninni ráða ferðinni einstaklingar sem eru á móti hagvexti, sem þeir telja að sé af hinu illa og einkenni hins kapítalíska þjóðfélags. Þess vegna er barist gegn öllu því sem horfir til framfara í atvinnumálum þjóðarinnar. 


mbl.is Tekjur lækka um 11 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband