Hin nýja valdastétt með annarra manna peninga

Enn á ný er Framtakssjóður Íslands á ferðinni og ætlar nú að seilast til valda í stærsta verslunarfyrirtæki landsins. Og ég stóð í þeirri trú að sjóðurinn hefði næg verkefni meðal annars að rétta við rekstur Húsasmiðjunnar. 

Framtakssjóðurinn er að stærstum hluta í eigu nokkurra lífeyrissjóða og síðan ríkisins í gegnum Landsbankann. Þeir sem stýra sjóðnum eru hægt og bítandi að leggja undir sig íslenskt viðskiptalíf í krafti annarra manna peninga.

Ég hef áður varað við að Framtakssjóðurinn skuli taka yfir eða eignast hluti í fjölda fyrirtækja í samkeppnisrekstri. Slíkt er ekki aðeins varhugavert heldur ámælisvert. Slíkt mun skekkja samkeppnisumhverfi fyrirtækja. Iðgjöld starfsmanna fyrirtækja sem eru í samkeppni við þau fyrirtæki sem Framtakssjóðurinn hefur eða mun eignast eru nýtt til að styðja við bakið og efla keppinautana. Þetta á við kaup sjóðsins á Vestia af Landsbankanum og hugsanleg kaup á ráðandi hlut í Högum. Nýskipan íslensks viðskiptalífs má ekki byggja enn á ný með þeim hætti að sum fyrirtæki eigi óeðlilegan aðgang að láns- og áhættufé. 

Í lokin er ver að muna að margir þeirra lífeyrissjóða sem standa að Framtakssjóðnum hafa þurft að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga sinna. Stjórnendur sjóðanna ætla þrátt fyrir það að ávaxta fé í áhættusömum rekstri. Hætta en sú að ávöxtun lífeyrissjóðanna verður lakari og það kemur niður á lífeyrisréttindum í framtíðinni. Ég hef líkt þessu við að pissa í skóinn sinn – manni verður hlítt stutta stund en síðan kemur ofkælingin.


mbl.is Tilboðin í Haga undir væntingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband