Er þá ekkert að marka það sem áður var sagt?

Hringlandahátturinn og stefnuleysið heldur áfram við stjórn landsmála. 

Fyrir viku sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, í tilefni af bréfi forstjóra Elkem til þingmanna:

„Það stendur ekki til að Ísland verði einhver skattaparadís fyrir mengandi starfsemi sem er orðin skattlögð alls staðar erlendis. Það er ekki það sem við viljum, er það?“

Í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins hélt Steingrímur því fram að aldrei hafi verið samið um að almennar skattabreytingar komi ekki við þessi fyrirtæki eins og önnur:

„Og fyndist mönnum það sanngjarnt ef að innlendu atvinnugreinarnar sem fyrir eru, öll umferðin, sjávarútvegurinn, aðrir slíkir sem nota mikið af jarðefnaeldsneyti, að þeir borgi kolefnisgjald en þessi iðnaður sé algjörlega laus við það?“

Framganga fjármálaráðherra eykur ekki tiltrú erlendra fjárfesta á Íslandi. Hér fara stjórnvöld fram í algjöru stefnuleysi og rekjast síðan undan. Það sem sagt var fyrir viku er gert merkingarlaust. Og innlendir og erlendir fjárfestar, sem og landsmenn allir hrista hausinn, og velta því fyrir sér hvort eitthvað sé að marka það sem sagt er í þessari viku.


mbl.is Hætt við hækkun kolefnisgjalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband