Hófsemd í skattlagningu?

Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, virðist trúa því í einlægni að ríkisstjórnin fari fram af hófsemd í skattlagningu. Í grein í Fréttablaðinu 24. nóvember skrifar hann:

"Við jafnaðarmenn viljum ganga fram af hófsemi fram í skattlagningu en viljum vernda öflugt mennta- og velferðarkerfi. Við viljum bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja með afnámi tolla og lægri vöxtum en við viljum líka að fyrirtækin sem nýti auðlindir, greiði auðlindaskatt. Þannig mótum við stefnu okkar að hófsemi og sanngirni."

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að nú séu breytingartímar og "ég tel að þarna höfum við farið aðeins fram úr okkur," og vísar þar til áforma fjármálaráðherra að leggja á kolefnisgjald á stóriðju. Hófsemdin er slík að fjármálaráðherra ætlar að stunda tvísköttun á komandi árum.

Magnús Orri er örugglega ekki að hæðast að skattgreiðendum, - hann virðist ekki vita betur. Kannski er rétt að Magnús Orri skoði yfirlit yfir skattabreytingar á síðustu árum, sem Viðskiptaráð hefur tekið saman og hægt er a skoða hér. Yfirlitið gengur þvert á yfirlýsingu þingmannsins um hófsemd í skattlagningu.
mbl.is „Tvísköttun á kolefnislosun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband