Hægrimenn styðja Ólaf Ragnar

Skoðanakönnun Viðskiptablaðsins staðfestir það sem marga hefur grunað. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sækir stuðning sinn fyrst og fremst til kjósenda Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Vinstri menn í Samfylkingunni og Vinstri grænum hafa snúið baki við hinn gamla leiðtoga Alþýðubandalagsins.

Alls segjast 64,2% kjósenda Sjálfstæðisflokksins það koma til greina að kjósa Ólaf Ragnar í komandi forsetakosningum á næsta ári. Fylgi Ólafs Ragnar meðal framsóknarmanna er enn meira eða liðlega 85%. Hins vegar segjast 75,2% kjósenda Samfylkingarinnar ekki styðja forsetann og 65,5% kjósenda Vinstri grænna eru honum andsnúnir.

Þá vekur það athygli að yngstu kjósendurnir eru hliðhollari Ólafi Ragnari en þeir sem eldri eru. Alls segja 53,7% kjósenda að til greina komi að leggja Ólafi Ragnari lið í kosningum ákveði hann að sækjast eftir endurkjöri.

Stuðningur hægrisinna við Ólaf Ragnar skýrist líklega af tvennu. Annars vegar af Icesave og hins vegar hversu ötull talsmaður forsetinn hefur verið fyrir hönd Íslands á erlendum vettvangi. 

Nú liggur ekkert fyrir um hvort Ólafur Ragnar Grímsson sækist eftir endurkjöri eða ekki. Taki hann ákvörðun um að gefa enn og aftur kost á sér verður forvitnilegt að fylgjast með hvort vinstri menn leggi til atlögu við hann. Fátt myndi gleða Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon meira en að sjá einhvern annan - jafnvel hvern sem er - en Ólaf Ragnar á Bessastöðum.


mbl.is Meirihlutinn vill Ólaf Ragnar áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband